Margir treysta á orkudrykki og kaffi til að koma sér í gang annað slagið. Það sem fólk þarf samt að vita er að of mikið koffein getur verið stórhættulegt og jafnvel lífshættulegt.
Lanna Hamann, 16 ára, var í fríi í Mexikó nú á dögunum með fjölskyldu vinkonu sinnar. Hún hafði verið á ströndinni og drukkið orkudrykki allan daginn og ekki drukkið neitt vatn. Um kvöldið sagði hún foreldrum vinkonunnar að henni liði ekki nógu vel. Skömmu síðar var hún látin úr hjartaáfalli.