Jennifer Lopez hélt upp á 47 ára afmælið sitt seinasta föstudag í Las Vegas. Í því afmæli voru margar stjörnur, þar á meðal Kim Kardashian og Maria Menounos. Hún lét sér þó ekki nægja að hafa eina afmælisveislu heldur hélt hún aðra veislu á sunnudagskvöldinu.
Sjá einnig: Jennifer Lopez fannst hún stundum of feit
Þar mættu stjörnur eins og Cristiano Ronaldo, rappararnir Fabolous, Fat Joe og French Montana. Calvin Harris var líka í afmælinu en hann var að hætta með Taylor Swift fyrir stuttu síðan.
Jennifer leit auðvitað óaðfinnanlega út að vanda og kærastinn hennar, Casper Smart, var að sjálfsögðu mættur þarna líka.