Eins og við höfum sagt ykkur frá hættu Rob Kardashian og Blac Chyna saman um seinustu helgi en voru svo byrjuð saman aftur á innan við sólarhring. Þetta er samt ekki alveg búið því samkvæmt HollywoodLife hefur Rob fallið í þunglyndi eftir þetta.
Sjá einnig: Rob Kardashian og Blac Chyna hætt saman
Rob hefur verið að glíma við þunglyndi í mörg ár og segir heimildarmaður að þetta sé að taka mikinn toll af honum. Erfiðleikarnir í sambandinu, komandi foreldrahlutverk og nýi þátturinn sem þau eru að taka upp, hann og Blac Chyna. „Hann sá ljósið í smá tíma en er nú dottinn í gamla farið og nú getur verið að Blac geti ekki bjargað honum. Allar framfarirnar sem hann hefur náð á seinasta ári hafa gufað upp. Hann er farinn að borða óhollt aftur og hann er aftur orðinn þunglyndur,“ segir þessi heimildarmaður.