DIY: Maskar sem stinna húðina

Portrait of woman holding her eyes closed while having a sake and rice smoothing face mask

Þessar náttúrulegu meðferðir geta hjálpað húð þinni að stinnast og minnkað grunnar hrukkur. Við vitum að hrukkur koma með aldrinum og við getum ekki breytt því, nema reynt að forðast það sem hraðar ferlinu, eins og útfjólubláa geisla og óhollt líferni.

DIY_Aloe_Vera_hair_masks_fashionisers

Sjá einnig:Maski sem minnkar svitaholurnar

Hér eru 4 maskar sem geta hjálpað þér að þétta húð þína:

Aloe Vera Maski

Aloe Vera plantan inniheldur mikið af sýru sem minnkar hrukkur með því að bæta teygjanleika húðarinnar. Aloe Vera gelið róar húð þína og hefur græðandi áhrif á húðina.

Taktu gelið úr aloe vera laufinu, berðu að á húðina þína og láttu standa í 15-20 mínútur og skolaðu síðan með volgu vatni. Þú getur einnig blandað e-vítamíni við blönduna og sett á þau svæði sem eru með hrukkur í 30 mínútur og svo skolað.

Sjá einnig: DIY: Dísætur jarðarberjamaski

Ólívuolía fyrr andlitshrukkur

Ólívuolía inniheldur mikið af andoxunarefnum á borð við a og e vítamín. Hún gefur raka og nærir húðina. Blandaðu nokkrum dropum af sítrónusafa við ólívuolíu og nuddaðu blöndunni á húðina. Einnig er hægt að blanda hunangi og glýserín saman við olíuna og nudda því á andlit þitt tvisvar sinnum á dag. Það hjálpar til við að þétta húðina.

Ólívuolía fer djúpt inn í húðina, verndar hana og viðheldur raka hennar.

Bananamaski

Þessi maski er frábært til að segja hrukkunum stríð á hendur. Hann inniheldur mikið af a vítamíni sem  minnkar litaójöfnur í húðinni og b vítamín sem kemur í veg fyrir öldrun.

Stappað banana saman við eina matskeið af appelsínusafa og eina matskeið af hreinni jógúrt. Láttu maskann vera á þér í 15-20 mínútur. Þú getur einnig borið á þig eintóman stappaðan banana og látið standa á þér í 30 mínútur og skolað síðan vel með volgu vatni.

Sjá einnig:DIY: Maskinn sem er að gera allt vitlaust

Hrísmjöls maski

Blandaðu saman hrísmjöli og rósavatni þar til þú ert komin með kremkennda blöndu. Settu síðan blönduna á blautt andlit þitt og láttu standa í 20 mínútur. Skolaðu síðan andlitið með köldu vatni.

Heimildir:  womendailymagazine

SHARE