Leikkonan Eva Mendes prýðir forsíðu tímaritsins Latina í september. Í blaðinu má lesa hjartnæmt viðtal við leikkonuna þar sem hún ræðir meðal annars þegar hún missti bróður sinn í apríl síðastliðnum, aðeins 12 dögum áður en að annað barn hennar og leikarans Ryan Gosling kom í heiminn.
Sjá einnig: Eva Mendes – Glæsileg 6 vikum eftir barnsburð
Bróðir Mendes, leikarinn Carlo, lést úr krabbameini aðeins 53 ára að aldri og var hann jarðsettur í sömu viku og Amanda, yngsta dóttir Mendes og Gosling, kom í heiminn. Eva segir það hafa verið erfitt að takast á við sorg og gleði á sama tíma en þessir atburðir hafi gert það að verkum að fjölskylda hennar er nánari en nokkru sinni.
Eva og Carlo.
Í viðtalinu ræðir Eva Mendes einnig um það hvernig hún hefur tekið móðurhlutverkið fram yfir feril sinn og að hún hyggist ekki snúa aftur á hvíta tjaldið í bráð.