Við áttum okkur ekki öll á því hvað við getum gert til að ná innri ró, minnka stress og álag, en þessi þrjú atriði geta gert undur fyrir alla.
Sjá einnig: Hvað gerist í líkama þínum við of mikið álag/stress?
Að ganga berfætt í grasinu
Sumir segja að það tengi þig við jörðina, eða jarðtengi þig eins og það er kallað, en hvort sem það er, þá er það gríðarlega róandi. Taktu þér smá tíma í að ganga berfætt um í grasinu og tæma hugann.
Djúpöndunaræfingar
Leggstu á bakið, settu hendurnar á magann á þér og finndu þig í gegnum æfingarnar. Andaðu djúpt í gegnum nefið og þendu út magann þinn og fylltu svo lungun með súrefni. Haltu inni andanum og teldu upp á þremur. Andaðu svo hægt frá þér út um munninn og tæmdu lungun alveg. Gerðu þetta í 5-10 mínútur og þú finnur hvernig þú nærð að róast.
Sjá einnig: Stress hefur áhrif á allan líkama þinn
Láttu sólina skína á þig
Láttu sólina skína á andlit þitt og lokuð augun á meðan þú andar djúpt. Nuddaðu lófunum saman þar til þú finnur hita á milli handanna og settu síðan lófana á augun þín án þess að setja á þau þrýsting. Gerðu þetta nokkrum sinnum á meðan þú ímyndar þér að þú sért stödd á einhverjum yndislegum stað.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.