6 hollráð að meiri orku og jafnvægi

Hefur þú glímt við orkuleysi?

Ég hef svo sannarlega upplifað það síðustu mánuði og tók eftir því að það hafði mikil áhrif á mig andlega og líkamlega.

Þetta getur skapað einhverskonar vítahring, því ef við komum ekki hlutunum í verk sem við erum vön, eða langar til þess að gera, getum við orðið leið eða svekkt yfir því, og þegar við verðum leið eru líkurnar enn minni að við komum okkur af stað aftur.

Ég verð samt að segja að ég er einnig þakklát fyrir þessa reynslu, því núna hef ég betri skilning á því hvað þetta hefur mikil áhrif á alla þætti lífsins og mun í kjölfar leggja enn meiri áherslu á að halda orkunni minni uppi og hafa þetta sem meiri áherslu í framtíðar þjálfunum.

En í dag langar mig að deila með þér nokkrum hlutum sem geta stutt við orkuna þína ef þú hefur einhvertíma upplifað vítahring orkuleysis.

 

  1. Náðu góðum svefn

Þetta segir sig nokkuð sjálft, en ég varð að nefna það því stundum getur þetta gleymst. Það er mælt með 7,5-9 tímum á nóttu fyrir fullorðna til þess að geta starfað eftir sinni bestu getu daginn eftir. Þetta er mismunandi eftir einstaklingnum og þú veist líklega best sjálf hver þinn tími er.

Ef þú hefur verið að sofa færri tíma, settu svefn í forgang og slepptu því að horfa á “1 þátt í viðbót” eða að “kíkja aðeins” inná facebook á kvöldin.

 

  1. Drekktu meira vatn

Ég hef komið inná það áður að algengt sé að fólk rugli svengd við þorsta og það sama getur átt við þreytu og orkuleysi. Ef líkaminn upplifir jafnvel bara smá vökvaskort getur það komið fram í orkuleysi.

Drinking-Too-Much-Water-During-Workout-Might-Have-Negative-Effects

Byrjaðu daginn á stóru vatnsglasi, því líkaminn þarf á því að halda eftir nóttina. Á næturnar þá verður ákveðið uppgufun á vökva úr líkamanum okkar og því er mikilvægt að byrja daginn strax á góðu nótunum. Gott getur verið að venja sig á að vera alltaf með vatnsbrúsa á ferðinni og vatnglas við hendina í vinnu eða heimavið.

 

  1. Passaðu að fá næringuna sem þú þarft

Lykilinn er að halda blóðsykrinum jöfnum yfir daginn, þannig slepptu hvíta hveitinu og sykrinum alveg. Borðaðu meira af grænmeti og ávöxtum því þau innihalda mikið af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum sem líkaminn þarf til þess að starfa eftir sinni bestu getu.

Ekki vera hrædd við kolvetni, kolvetni eru ekki slæm ef þau koma frá góðum fæðutegundum.

Einnig gæti auka magnesíum inntaka hjálpað, en það kemur að rúmlega 300 lífefnafræðilegum viðbrögðum í líkama okkar, m.a að brjóta niður glúkósa og breyta í orku. Þannig að ef það er skortur á því getur orkan minnkað.

Ég mæli alltaf með að taka inn gott fjölvítamín daglega til þess að tryggja inntöku á helstu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarfnast.

 

  1. Minnkaðu kaffið

Ef þú ert mikil kaffimanneskja og ert að drekka meira en 3-4 bolla á dag gæti verið gott fyrir þig að reyna að trappa þig niður. Því það segir mér að þú sért háð koffíninu til þess að halda orkunni þinni uppi. Við viljum ekki að líkaminn sé háður örvandi efni til þess að komast í gegnum daginn, því þegar þú ert að uppfylla allar hans þarfir þá á hann ekki að þurfa á öllum þessum bollum að halda.

Ég er ekki að segja að þú eigir endilega að taka það alfarið út, ekki misskilja. Ég elska að fá mér 1 góðan bolla fyrir hádegi (sérstaklega áður en ég hreyfi mig), en ég vil hins vegar sækja mína orkuuppsprettu annars staðar frá og held mig því í 1 bolla, topp 2 á dag.

IO_Sleep_Tyler_March8

  1. Ekki sleppa máltíðum

Rannsókn sem birtist í tímaritinu Nutritional Health sagði frá því að þegar fólk sleppti máltíðum yfir daginn upplifði það meira orkuleysi seinnipartinn.

Einnig hafa fleiri rannsóknir bent til þess að mikilvægt sé að byrja daginn á góðum morgunmat og fólk sem gerir það upplifir meiri orku yfir daginn. Við erum þó öll misjöfn og maður þarf að finna það sem hentar sínum líkama.

Ef þú finnur að þú sért að detta niður í orku vertu tilbúin með gott snarl til að grípa í. Prótein, fita og trefjar hjálpa blóðsykrinum að haldast jöfnum lengur, prófaðu að blanda saman hnetumixi sem inniheldur t.d kasjúhnetur, möndlur, hemp fræ, kókosflögur, sólblómafræ og jafnvel nokkra mola af gæða dökku súkkulaði. 🙂

 

  1. Hreyfðu þig meira

Fleiri fleiri rannsóknir sýna það að hreyfing eykur orku þína. Ef þú vinnur á skrifstofu, passaðu að standa reglulega upp og labba aðeins um eða teygja úr þér. Einnig getur verið gott að taka stutta göngu í hádeginu, þú munt koma endurnærðari til baka.

Ef þú hefur lítinn tíma til þess að fara í líkamsrækt og langar til þess að prófa kröftugar og stuttar heimaæfing sem auka orkuna getur þú náð í ókeypis vikuprógram hér

vikuprogr

Ég vona að þessi hollráð geti nýst þér.

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

 

 

SHARE