Hvað segir fæðingardagurinn þinn um þig?

Þetta er mjög athyglisvert en hér er sagt frá því hvað fæðingardagurinn þinn segir um þig, þ.e.a.s. hvaða dag í mánuðinum þú fæddist. Það skiptir ekki máli í hvaða mánuði þú fæddist.

3, 9, 12, 15, 21, 29, 30: Einstaklega skapandi

Ef þú fæddist á einhverri af þessum dögum mánaðarins þá eru miklar líkur á því að þú sér einstaklega skapandi.

Þú vilt að heimurinn sé fullur af list og menningu og þú er manneskja sem horfir á hlutina frá öllum sjónarhornum, til að fá skýrari mynd í kollinn á þér.

Ef þig langar að fara að skapa eitthvað, skelltu þér í það! Þú gætir orðið hissa á hversu góð/ur þú ert í því.

 

1, 10, 18, 19, 27, 28: Fæddir leiðtogar

Þú ert ástríðufull/ur þegar kemur að þínum nánustu. Þú gerir hvað sem er til að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum, jafnvel þú þú þurfir að taka sjálfa/n þig út úr jöfnunni.

Þú ert hógvær en frökk/frakkur í fasi og skilningsrík/ur þegar kemur að því að skilja heiminn í kringum þig. Þú ert fædd/ur til að stjórna og ekkert getur stöðvað þig.

2, 6, 7, 11, 20: Mesta samúðin

Ef þú er fædd/ur á þessum dögum, þá ertu með mestu samkenndina af öllum.

Þú skilur muninn á réttu og röngu og lætur fólk aldrei vera í vafa eða ótta og þú getur tekist á við hvað sem er.

 

 

Þú átt auðvelt með að takast á við stress og álag en þú tekst alltaf á við vandamál með rökvísi og skynsemi. Þú kynnir þér allar hliðar málsins til hlítar áður en þú tekur ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann.

4, 25, 16, 5, 14, 23: Ævintýraþrá

Ef þú ert fædd/ur á þessum dögum ertu örugglega með mestu ævintýraþrána af öllum þínum vinum.

Þú stekkur á öll tækifæri sem þú færð til að kanna eitthvað nýtt, hvað sem það er, nýtt áhugamál, staðir eða fólk.

 

Þú elskar ævintýri og hvetur alla í kringum þig til að vera jafn frjáls og þú. Lífið er gott þegar þú ert úti að kanna heiminn og sjá hluti sem þú hefur aldrei séð áður.

8, 17, 22, 26, 13, 24, 31: Fjölskyldan

Þú ert mikil fjölskyldumanneskja. Þú spáir alltof mikið í það hvað fjölskyldan þín er að gera og elskar það að gera eitthvað skemmtilegt með þeim.

Þú elskar ættingja þína mikið og ert alltaf til staðar fyrir þá, sama hvað er í gangi hjá þeim. Þú spyrð engra spurninga heldur mætir bara á svæðið á augabragði.

Það sama á við um vini þína. Vinir þínir eru þín önnur fjölskylda.

 

 

 

Heimildir: higherperspectives.com

 

SHARE