Orlando Bloom og Katy Perry hafa gert samband sitt opinbert en þau hafa verið að hittast síðan í janúar og eyða nú öllum stundum saman. Það vakti mikla athygli í seinustu viku þegar Orlando var nakinn í sólinni í sumarfríi þeirra skötuhjúa á Ítalíu.
Sjá einnig: Berrassaður Orlando Bloom fer á sjóbretti
Nú seinast sást til þeirra saman í Los Angeles þar sem þau voru ástfangin sem endranær. Orlando var hamingjusamur að sjá með fimm ára gamlan son sinn í fanginu. Það vakti sérstaka athygli að parið var með samstæð armbönd sem er auðvitað mjög krúttlegt og rómantískt.
Orlando var áður giftur ofurfyrirsætunni Miranda Kerr og á soninn með henni. Katy Perry var gift söngvaranum John Mayer í 14 mánuði en þau skildu árið 2012.