Vilja að Kylie hætti með Tyga

Gefin var út handtökuskipun á hendur Tyga, kærasta hinnar 19 ára gömlu Kylie Jenner, í vikunni. Ástæðan fyrir handtökuskipuninni er sú að Tyga mætti ekki fyrir rétt vegna skuldar. Fjölskylda Kylie, hin margumrædda Kardashian fjölskylda, er ekki á því að standa með Tyga í þessu máli og vilja að stúlkan hætti með honum með það saman.

Sjá einnig: Kylie Jenner segist hafa verið með of stórar varir

 

Heimildarmaður HollywoodLife sagði: „Kourtney og Kris eru báðar svakalega reiðar og pirraðar á Tyga. Þær hafa þá skoðun að hann eigi að taka sig saman í andlitinu og vilja að Kylie hætti með honum, því hann sé svartur blettur á fjölskyldu þeirra.

SHARE