Khloe Kardashian hvetur aðdáendur sína til að láta kíkja reglulega á fæðingabletti sína og láta fylgjast með þeim. Hún fann lítinn fæðingarblett á baki sínu sem kom í ljós að var orðinn að sortuæxli.
„Það þurfti að taka rúma 20 sentimetra af húð af bakinu á mér út af þessum fæðingarblett. Það var mjög sársaukafullt, af því það var tekin svo mikil húð, en vanalega finnur fólk ekkert fyrir þessu“ sagði Khloe á appinu sínu.
Sjá einnig: Khloe er grennri en nokkru sinni fyrr
Þetta er ekki eina skiptið sem Khloe lendir í heilsufarsvanda en hún fann einu sinni bungu undir brjósti hennar, sem breytti lögun brjóstsins. Það kom í ljós að bungan, eða æxlið var góðkynja.
Síðan þetta gerðist hefur Khloe hugsað mjög vel um húðina sína og notar hún 6 húðvörur á dag. Þar á meðal er leirmaski, náttúrulegur hreinsir og næturserum.
Það tók Khloe langan tíma að láta kíkja á fæðingarblettinn en mamma hennar, Kris Jenner, hafði grátbeðið hana um að láta hana kíkja á hann. Khloe neitaði, einfaldlega af því hún var dauðhrædd.