Litli svertinginn og litli kínverjinn

Mér hafa alltaf þótt leikskólalög skemmtileg og gaman að hlusta á lítil börn syngja einföld lög um litina, dýrin og fleira. Sum lög finnst mér þó svolítið furðuleg eftir að ég varð sjálf fullorðin og þar á meðal er það þetta hér:

Litirnir

Grænt, grænt, grænt
er grasið úti í haga.
Grænt, grænt, grænt
er gamla pilsið mitt.
Allt sem er grænt, grænt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Jón á Grund

Gul, gul, gul
er góða appelsínan.
Gul, gul, gul
er gamla húfan mín.
Allt sem er gult, gult
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Kínverjann.

Rauð, rauð, rauð
er rósin hennar mömmu.
Rauð, rauð, rauð
er rjóða kinnin mín.
Allt sem er rautt, rautt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla indíánann.

Svart, svart, svart
er sjalið hennar frænku.
Svart, svart, svart
er litla lambið mitt.
Allt sem er svart, svart
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla svertingjann.

Blátt, blátt, blátt
er hafið bláa hafið.
Blár, blár, blár
er blái himininn.
Allt sem er blátt, blátt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla sjómanninn.

 

Hvít, hvít, hvít
er hvíta snjókerlingin.
Hvít, hvít, hvít
eru skýin sem ég sé.
Allt sem er hvítt, hvítt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla snjókarlinn.

Er ennþá talað um svertingja í daglegu tali? Er ekki frekar notað orðið blökkumaður? Mér finnst eitthvað rangt við þetta og ég var að ræða þetta við vini mína á dögunum og þeir voru alveg sammála mér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here