Er Will Smith samkynhneigður?

Það hafa áður verið uppi sögusagnir um að Will Smith sé samkynhneigður en þessar sögur hafa aldrei verið mjög áreiðanlega. Það hefur hinsvegar breyst núna. Það hafa komið upp gögn sem þykja sanna það að Will og leikarinn og vinur Will til margra ára, Duane Martin hafi átt í ástarsambandi.

Sjá einnig: Transkona segir Will og Jada vera hræsnara

Duane lýsti sig og eiginkonu sína til 20 ára, Tisha Campbell-Martin, gjaldþrota í janúar á þessu ári. Þau skulda, samkvæmt pappírunum, meira en 15 milljónir dollara. Það kom líka fram í pappírum sem lagðir voru fram að Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett-Smith hafi borgað Duane mikla peninga í gegnum árin til að hjálpa þeim að halda eignum sínum. Duane lagði mikið kapp á að halda þessum upplýsingum leyndum en upplýsingar voru um þetta í fartölvu hans, ásamt myndum og myndskeiðum sem enginn mátti sjá.

Lögmenn vildu fá tölvu Duane afhenta en hann neitaði að láta hana af hendi. Ástæðan sem hann gaf var meðal annars sú að á fartölvunni væru persónulegar myndir sem væru einkamál og ótengdar gjaldþroti hans. Það endaði með því að Duane lét tölvuna af hendi til tölvufyrirtækis sem þurfti að skrifa undir stranga skilmála þess efnis að engar upplýsingar mætti nota á nokkurn hátt sem ekki tengdust gjaldþrotinu.

 

 

 

SHARE