Það hefur aldrei verið leyndarmál að Mariah Carey er algjör „díva“. Hún hefur að undanförnu verið við tökur á 8 þátta heimildarseríu sem kallast Mariah´s World og voru kröfur hennar við tökur og á tökustað ótrúlegar, svo vægt sé til orða tekið.
Sjá einnig: Mariah sýnir brjóstaskoru í blúnduhaldara
Mariah heimtaði að hún yrði bara mynduð frá annarri hliðinni og vildi fara yfir hverja einustu töku til að sjá hvort hún væri ekki örugglega óaðfinnanleg. Hún lét laga á sér hárið og farðann á um það bil 5 mínútna fresti og vildi ekki vinna meira en 6 klukkustundir í einu. Hún bað um hvítar rósir í búningsherbergi sitt og allt átti að vera skínandi fínt hjá henni. Maturinn hennar varð líka að vera gerður af sérstökum kokki og hún vildi ekki borða neitt annað. Þættirnir verða sýndir á E! Í desember.