Við sögðum ykkur frá því hér fyrr í dag að Selena Gomez væri búin að aflýsa tónleikum sínum í Evrópu og Kanada. Það hefur síðan bæst við fréttirnar að Selena sé komin inn í meðferð og hún hafi tékkað sig inn í hana 30. ágúst þegar hún kom frá Nýja Sjálandi, en frá þessu var greint á RadarOnline.
Sjá einnig: Selena Gomez svarar hótunum Justin Bieber
Sagt er að fjölskylda Selena hafi gripið inn í og eiginlega sett henni stólinn fyrir dyrnar með framhaldið á tónleikaferðinni. Móðir Selena fór að hafa áhyggjur af dóttur sinni þegar hún sá „rifrildið“ á milli hennar og Justin Bieber og taldi sig sjá þar að Selena væri farin að hugsa óskýrt.
Selena hefur verið að taka lyf eins og Ambien, Klonopin, Lunesta og Xanax en hún fór í mikið þunglyndi eftir að vinkona hennar, Christina Grimmie, var myrt, en hún brotnaði saman á tónleikum rétt eftir atvikið.