Átt þú gamalt Ikea LACK borð eða annað klassískt sófaborð úr Ikea og ert komin með leið á því? Ekki örvænta, því það er ýmislegt sniðugt hægt að gera við þessi snilldar borð á ódýran og einfaldan máta.
Sjá einnig: Gamalt sófaborð fær smá upplyftingu – Myndir
Möguleikarnir eru alveg hreint óteljandi og þú getur látið hugmyndaflugið leika lausum hala. Borðin hafa þann kost að vera mjög ferköntuð og því er mjög einfalt að bæði setja filmu eða veggfóður á þau og jafnvel bólstra þau.
Þú getur fest saman nokkur af minnstu borðunum og tekið einn fótinn af, því þá ertu komin með þessa fínu hornhillu.
Sagaðu göt í borðið sem passa fyrir matarskálar heimilisdýranna.
Fáðu allt annað borð með því að setja við ofan á það.
Veggfóðraðu það eða settu á það límfilu til að fá allt annað útlit.
Málaðu að í lit að eigin vali og skreyttu, því smáatriðin geta skipt sköpum.
Tilvalið í barnaherbergið undir legóið.
Fáðu þér nýja fætur undir það og þú ert komin með splúnkunýtt borð.
Það þarf ekki að vera flókið að bólstra þau.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.