Er að sjóða uppúr hjá Taylor Swift og Tom Hiddleston?

Taylor Swift og Tom Hiddleston hafa verið mikið í sviðsljósinu frá því að þau byrjuðu saman. Nú er Tom hinsvegar orðinn frekar leiður á því að vera „hnakkaskrautið“ hennar Taylor.

„Tom vill ekki að það sé hlegið að honum í fjölmiðlum og segir að hann sé búinn að fá nóg og hún þurfi að taka 360° beygju ef þetta eigi að ganga upp. Honum finnst það sé búið að gera skrípaleik úr sambandi þeirra og hann sé kominn með ógeð af því,“ segir heimildarmaður RadarOnline.

Sjá einnig: Er Taylor Swift að eyðileggja feril Tom Hiddleton?

 

Heimildarmaðurinn segir að Tom sé orðinn örmagna af því að fljúga út um allan heim til að eltast við Taylor og vera til staðar um leið og hún smellir fingrum.

Sagt er að Taylor sé ekki sammála leikaranum og finnist hann vera „heppinn“ að fá að baða sig í hennar frægð.

 

SHARE