Það er gaman að velta tískunni fyrir sér og kíktum inn á heimasíðuna Caféstir til að sjá hvað væri í tísku í haust.
Skvísurnar þar vilja meina að það séu sérstaklega 10 hlutir sem þú VERÐUR að eiga í haust:
Flauelsjakki: Það verður ekkert haust án flauelsins og er þessi „navy“ blái litur mjög heitur í haust. Hann er aðeins mýkri en svartur og fer flestum vel.
Gráir flauelsskór: Ertu þreytt á klassísku svörtu hælaskónum þínum. Þessir eru æðislega skemmtileg tilbreyting og hressir upp á hvaða klæðnað sem er.
Hliðartaska/bakpoki með flauelsáferð: Þessi taska passar vel í vinnu og nánast hvert sem er. Þessi getur verið hliðartaska og bakpoki, hversu hentugt er það?!
Svartir Booties: Þú verður að eiga eina svona skó en þeir passa með öllu í fataskápnum þínum. Þú getur verið í gallabuxum, stuttermabol, jakka og þessum skóm og þú ert glæsileg.
Röndóttur langerma bolur: Hvað myndi Kate Middleton gera? Hún myndi alltaf elska þennan bol. Þessi er hvítur með „navy“ röndum og mun sóma þér vel við gallabuxur og „booties“.
Einfaldir strigaskór: Já Vans skórnir eru ennþá vinsælir. Þú getur farið í þeim á skrifstofuna, í matarboð og allt þar á milli. Þeir eru svalir, þægilegir og auðvelt að smeygja sér í þá.
Einföld silkiblússa: Já ég notaði orðið blússa. Mér finnst skyrta ekki eiga við. En þessar silkiblússur eru eitthvað sem þú verður að eiga til að skella þér í með hverju sem er. Þú ert pæjuleg bæði á kaffihúsinu og á skrifstofunni. Þú getur verið í blússunni við svartar buxur og gallabuxur og það lítur alltaf vel út.
Svartar gallabuxur: Þær eru alltaf í tísku, árstíð eftir árstíð, þessar svörtu gallabuxur. Passa við allt!
Köflótt skyrta: Það er gaman að lífga aðeins upp á sig með því að klæðast svona skyrtu. Þú getur verið í henni undir flauelsjakkanum, við gallabuxur og Van skónum og þú munt rokka.
Síð og notaleg peysa: Þessi stóra notalega peysa er eitthvað sem þú verður að eiga í haust. Hentu þér í peysuna og þú ert til í allt. Þú getur verið í sokkabuxum og „booties“ og þú getur farið út að borða.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.