Þessi æðislega góða súkkulaðimús er frá Ljúfmeti og lekkerheit.
Fyrir utan að gera gömlu góðu súkkulaðimúsina þeytti ég rjóma sem ég sætti aðeins og muldi Oreo kex. Þetta setti ég síðan á víxl í skálar og úr varð þessi fíni eftirréttur sem er óhætt að segja að sló í gegn!
Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma (uppskrift fyrir 5)
Það sem þarf er:
- súkkulaðimús
- 2,5 dl rjómi
- 2 msk flórsykur
- 12 Oreo kex
Gerið súkkulaðimús (uppskriftin sem ég linka á er einföld og góð!) og leggið til hliðar.
Þeytið rjóma og flórsykur saman og leggið til hliðar.
Myljið Oreo kexið í matvinnsluvél eða með öðrum hætti.
Setjið súkkulaðimús í botn á glasi eða skál, rjóma yfir og síðan Oreo mulning. Setjið síðan annað lag af súkkulaðimús, rjóma yfir og endið á Oreo. Geymið í ísskáp þar til borið fram.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.