Kendall Jenner og Willow Smith eru meðal þeirra andlita sem taka þátt í herferðinni “Be Cool Be Nice” sem er til þess ætluð að berjast gegn einelti á netinu.
Sjá einnig: Kendall Jenner og Harry Styles byrjuð saman
Myndirnar af þeim voru birtar í Garage Magazine og voru þær allar með einhverskonar Snapchat filter á. Á meðal þeirra setninga sem þær létu hafa eftir sér í tímaritinu voru “Karmað er að ná þér” og “Skoðaðu það áður en þú eyðileggur það” ásamt því að sýna það á skemmtilegan máta góð gildi, svo sem að kunna að meta kurteisi, góðvildi og sjálfsvirðingu.
Herferðinni var ýtt af stað af lagahöfundinum Gerry DeVeaux, sem fékk innblástur sinn eftir að hafa hlustað á guðdóttur sína segja fá baráttu sinni við anorexíu og einelti. Hann fann upp setningar til að hjálpa henni með aðstoð sálfræðings og hefur hann nú fengið stjörnur í för með sér til að vekja enn meiri vitundarvakningu á þessu skelfilega einelti.
Sjá einnig: Khloe, Kendall og Kylie fara í dulargervi
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.