Kris Jenner hefur verið að berjast við aukakílóin seinustu mánuði og virðist leggja ýmislegt á sig til þess að fela það fyrir umheiminum. Hún er vön að klæðast efnislitlum sundfötum þegar hún fer á ströndina, eins og dætur hennar, en seinustu mánuði hefur hún viljað fela líkama sinn.
Kris var í fríi í Frakklandi nú á dögunum og þar klæddist hún til dæmis heilgalla í sólinni.
Heimildarmaður RadarOnline sagði að Kris réði ekkert við þyngdaraukningu sína þessa dagana og liði alls ekki vel með þetta. „Sumir í fjölskyldu Kris vilja að hún minnki drykkjuna því það gæti verið ástæðan fyrir þyngdaraukningunni en Kris hlustar ekki á neinn. Þeim finnst eins og Gamble, kærasti Kris, sé að hafa slæm áhrif á hana og þeim líkar það ekki.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.