Kínverskur maður að nafni Mr.Yu hefur nú lagt fram kæru á hendur dýraspítala í Peking vegna dauða hunds síns.
Þið skuluð samt ekkert fara að vorkenna Yu því að hann var sá sem sendi hund sinn á spítalann til að fara í lýtaaðgerð.
Þetta var ekki aðgerð eftir slys eða neitt slíkt heldur sendi hann hundinn í andlitslyftingu. Tilgangurinn með aðgerðinni var að gera hundinn meira aðlaðandi fyrir kaupendur að sögn eigandans.
Tibetan Mastiffs eru afar sjaldgæfir og dýrir hundar, og seljast fyrir háar upphæðir. Þeir eru risa stórir og minna á ljón.
Eigandi hungsins segir:
“Húðin á enni hundsins var mjög laus og lafði niður, þess vegna vildi ég láta skera hluta af enni hans og strekkja á húðinni. Ef hundurinn lítur betur út eru meiri líkur á að kaupendur vilji nota hann til ræktunar.”
Herra Yu á hundarækt í Peking og vill nú fá 140 þúsund dali eða ríflega 18 milljónir í skaðabætur vegna þess að það er sama upphæð og hann keypti hundinn á.
Það er sorglegt að hundur hafi þurft að deyja vegna þess að eigandinn var gráðugur. Svona stórir geta Tibetan Mastiff orðið: