Skiptu um rúmföt einu sinni í viku – Þetta er ástæðan

Hvers vegna ættirðu að þvo rúmfötin þín einu sinni í viku? Mörgum finnst hrikalega leiðinlegt að þvo rúmfötin sín. Bara það eitt að taka rúmfötin af rúminu, þvo þau og setja þau aftur á virðist vaxa afar mörgum í augum. Þú ættir þó að láta þig hafa það að skipta um rúmföt einu sinni í viku.

Þú heldur kannski að það saki ekki að láta rúmfötin vera á rúminu í langan tíma í senn, því þú nennir ekki að skipta um þau, en eftir að lesa þetta mun þér kannski snúast hugur.

Sjá einnig: ÓTRÚLEGA auðveld leið til þess að skipta um rúmföt

bed-sheets.jpg.838x0_q67_crop-smart

Sjá einnig: Eru rykmaurar algeng og hættuleg meindýr?

Ef þú vilt halda góðri heilsu er mikilvægt fyrir þig að skipta vikulega um rúmföt og það eru margar ástæður fyrir því. Sama hversu heitt er úti, þá svitnum við alltaf mun meira en okkur grunar á nóttunni, sem þýðir að rúmfötin þín sjúga í sig alls konar óhreinindi á meðan þú sefur.

Þegar við sofum svitnum við og olía og óhreinindi koma af líkama okkar. Það er möguleiki á því að þú finnir munnvatn, þvag, líkamsvessa og saurgerla í rúmfötum þínum. Ef þau eru ekki þvegin reglulega og viðkomandi manneskja sem sefur í þeim hefur sár, eru meiri líkur á því að sýking kemst í sárið. Fótsveppur og aðrir sveppir geta farið í rúmfötin og ef þú þværð þau ekki nógu oft geta óhreinindin farið í sængina, koddann og ofan í dýnuna. Það er mun meira vandamál að þurfa að þvo sængurnar, koddana og dýnuna, heldur en að þvo reglulega utan af rúminu þínu.

dust-mite.jpg.662x0_q70_crop-scale

Sjá einnig: Hversu oft á að skipta á rúminu?

Húðflögurnar sem falla af líkama þínum laða að sér rykmaura og aðrar örverur sem lifa góðu lífi á rúmfötum þínum og á húð þinni. Rykmaurar éta dauðar húðfrumur og fjölga sér í rúmi þínu. Þeir eru þekktir fyrir að valda astma og ofnæmi, en ef þú þværð rúmtötin ekki nægilega oft ert þú að leyfa þeim að grassera í líkamsvessum þínum, á húð þinni, í öndunarvegi þínum og í öllu rúminu eins og það leggur sig.

Þú ættir að þvo rúmfötin þín á hæsta hita mögulegum til þess að drepa allar bakteríur og lífverur sem hafa gert rúmföt þín að heimili sínu. Ef þú svitnar mikið á nóttunni er best að þú skiptir enn oftar um rúmföt.

Hversu oft þværð þú þín rúmföt? Mundu að það er fátt betra en að smeygja sér undir tandurhrein rúmföt, sem gerir það algjörlega þess virði að skipta oft um á rúminu.

Heimildir: Tip Hero

SHARE