Við sögðum ykkur frá því í gær að Angelina Jolie væri búin að sækja um skilnað frá eiginmanni sínum, Brad Pitt. Ástæða skilnaðarins er ekki alveg komin 100% á hreint og hafa verið uppi getgátur um að skilnaðurinn sé vegna uppeldisaðferða Brad sem Angelina kunni ekki að meta.
Annað sem komið hefur fram er að Angelina hafi verið reið við Brad vegna daðurs hans við mótleikkonu hans.
„Brad er heillandi maður sem elskar fólk. Hann elskar að eiga vinskap og samband við fólk sem hann hittir við tökur. Konur daðra stanslaust við hann og já það getur verið að Brad daðri til baka, en það hefur alltaf verið meinlaust,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.
Sjá einnig: Skilnaður! – Angelina þoldi ekki uppeldisaðferðir Brad Pitt
Angelina hefur aldrei litið á gjörðir Brad sem meinlausar. „Angelina fannst þetta langt frá því að vera saklaust. Daðrið í honum gerði hana brjálaða,“ segir þessi heimildarmaður.
Brad hefur tengst mótleikkonu sinni, Marion Cotillard vinaböndum og Angelina sér rautt, sérstaklega eftir að sýnishorn úr myndinni var frumsýnt, en myndin heitir Allied.