Ryan Gosling og Eva Mendes giftu sig í laumi

Stjörnuparið Ryan Gosling og Eva Mendes giftu sig á þessu ári, án þess að fjölmiðlar kæmust á snoðir um það. Þau héldu lítið brúðkaup fyrir vini og fjölskyldu og heimildarmaður Us Weekly sagði: „Eva og Ryan hafa alltaf verið eins og gift par og eru svakalega ástfangin af hvort öðru.“

Sjá einnig: Ryan Gosling var púkalega krúttlegur 18 ára gamall

Þau hjónin hafa ekki viljað koma með neina yfirlýsingu vegna brúðkaupsins en þau eru mjög lagin við að halda einkalífi sínu fyrir sig. Þau eignuðust sitt annað barni í apríl á þessu ári en enginn, utan fjölskyldunnar, vissi að hún væri ófrísk fyrr en 2 vikum fyrir fæðinguna.

Ryan sagði samt í viðtali við Hello! að hann væri sannfærður um að Eva væri konan sem hann ætti að eyða lífinu með.

SHARE