Amber Heard og Cara Delevingne nýjasta parið?

Nú er ein heitasta slúðursagan í Hollywood sú, að súpermódelið Cara Delevingne og Amber Heard séu farnar að stinga saman nefjum. Þær reyna hvað þær geta til að fela samband sitt en fjölmiðlar virðast vera farnir að leggja saman tvo og tvo.

Sjá einnig: Amber Heard og Johnny Depp búin að ná sáttum

Þær eru báðar nýhættar í samböndum, Cara hætti með kærustunni St Vincent í þessum mánuði og Amber Heard skildi við Johnny Depp. Heimildarmaður The Sun segir að Cara vilji fara í opinbert samband en Amber er tregari til en þær hafa leitað til hvor annarrar eftir sambandsslitin. Einnig segir þessi heimildarmaður að Amber sé að íhuga að flytja til London en Cara býr þar. Þess má geta að eitt af ágreiningsefnum Amber og Johnny var að hann hafði hana grunaða um að halda við Cara.

SHARE