Leikkona Jada Pinkett Smith, sem er eiginkona Will Smith og móðir Jaden Smith, varð 45 ára á dögunum. Jaden, sem er 18 ára, kom mömmu sinni skemmtilega á óvart með mjög óvenjulegri gjöf. Hann gaf henni góm sem er gulllitaður og rammar inn hverja einustu framtönn í neðri góm. Jada Pinkett hafði greinilega alveg húmor fyrir þessu og hikaði ekki við að setja inn mynd af sér á Twitter þar sem hún skartaði gómnum. Við myndina skrifaði hún: „Þegar sonur manns gefur manni nýtt stell á 45 ára afmælinu þínu.“
Sjá einnig: Jada Pinkett Smith ræðir hjónabandið: „Ég er enginn fangavörður!“
Jaden var ánægður með mömmu sína og tvítaði myndinni líka á vegginn sinn. Greinilega gott mæðginasamband þarna á ferð.