Tee tree olía er alveg mögnuð remedía og getur gagnast þér á mjög marga vegu. Helstu kostir hennar eru að hún er mjög bakteríu- og sveppadrepandi og því afar hentug til að berjast við allskyns vandamál tengdum því. Hægt er að nálgast hana víðsvegar og því tilvalin til að eiga.
Sjá einnig:Bólukort – Hvað segja bólurnar þínar um líkama þinn?
Sjá einnig: Hver eru einkenni sveppasýkingar í hársverði?
1. Það aðstoðar þig við að losna við bólurnar
Það hefur löngum verið vitað að tea tree olía getur hjálpað þér við að hreinsa húð þína. Olían opnar fyrir stíflaða svitaholur og sótthreinsar. Olían er örlítið minna sótthreinsandi en spritt, en sýnt hefur verið fram á að tea tree olían hefur færri aukaverkanir en aðrir sótthreinsandi vökvar. Gott er að nota Aloe vera með, þar sem það er afar græðandi og þekkt fyrir að lækna húðvandamál og þurra húð.
2. Hún er góð til þess að lækna sveppasýkingu í tánöglum.
Sýnt hefur verið fram á að tea tree olía er sérlega góð til að losna við svepp í tánöglum. Settu olíuna undir neglur þínar, því olían inniheldur mikið af efni sem drepur sveppinn. Settu olíuna á neglurnar tvisvar sinnum á dag í tvo mánuði og þú munt sjá árangur.
Sjá einnig: Fótsveppur lifir á dauðum húðfrumum, hári og nöglum
3. Losar þig við fótasvepp
Fótsveppur er afar algengt vandamál, þar sem sveppur myndast á milli tánna og á fótunum og þrífast þar vel í röku og heitu umhverfi. Berðu olíuna á sýktu svæðin tvisvar á dag í mánuð og vandamálið er horfið á braut.
4. Minnkar flösu
Flasa getur verið afar erfið viðureignar. Hvítu húðflögurnar sem falla af höfðinu eru til komnar vegna svepps og veldur hann því að húðflögur hlaðast upp í hársverðinum. Blandaðu 15-20 dropa af tea tree olíu saman við ólívuolíu, nuddaðu því í hársvörðinn og láttu blönduna vera í hársverðinum yfir nótt. Gerðu þetta einu sinni í viku til að losna við flösuna.
5. Hægt er að nota hana sem svitalyktaeyði
Svitalykt myndast þegar bakteríur brjóta niður svitann og veldur það síðan vondri lykt. Með því að nota tea tree olíu á þau svæði sem þú svitnar, minnkar þú bakteríurnar og kemur þar með í veg fyrir að svitalykt myndist. Prófaðu að blanda saman tea tree olíu og einhverri vellyktandi olíu og berðu á þig til að lykta vel allan daginn.
6. Hún er góð fyrir tannheilsuna
Rannsóknir hafa sýnt að olían kemur í veg fyrir að tannsteinn myndist. Tannsteinn myndast vegna þess að bakteríur eru að hlaðast upp á tönnum þínum. Tannsteinn getur orðið til þess að tannhold þitt bólgni og að tennur þínar skemmist. Prófaðu að blanda saman tea tree olíu, matarsóda og kókosolíu til að búa til þitt eigið tannkrem.
7. Hjálpar til við að losna við exem
Kláði í húð getur valdið miklum óþægindum. Fólk getur verið með exem útbrot af mörgum ástæðum, en með því að blanda saman olíunni saman við lavender olíu og berðu á sýkta svæðið daglega.
8. Meðhöndlar krabbamein
Ástralskar rannsóknir hafa sýnt fram á að tea tree olía getur barist við húðkrabbamein. Þær fréttir lofa góðu.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.