Þessi frábæra uppskrift er frá Freistingum Thelmu.
Brauðbollur með mozzarella
- 20-25 stk.
500 g hveiti
3 dl. volgt vatn
1 bréf af þurrgeri
2 msk olía
1 tsk salt (t.d. maldon)
1 poki af rifnum mozzarellaosti (eða annar rifinn ostur)
Aðferð
Setjið volgt vatn í skál og hellið þurrgerinu saman við og hrærið léttilega, látið standa á meðan þið undirbúið rest. Setjið hveiti í skál ásamt salti og rifnum mozzarellaosti. Hellið vatninu með þurrgerinu í saman við ásamt 2 msk af olíu. Hrærið og hnoðið léttilega þar til allt hefur fests vel saman. Látið deigið hefast í skálinni í rúma klukkustund. Gott er að bleita viskastykki með volgu vatni og setja yfir skálina. Setjið skálina á hlýjan stað eða á volgan ofn og látið hefast.
Þegar deigið hefur náð að hefast, myndi þið jafnstórar bollur úr deiginu og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakið í 12 – 15 mínútur við 220 gráðu hita.
Best er að bera þær fram volgar. Með mat er gott að bera þær fram með allskyns kryddsmjöri eða íslensku smjöri. Þær eru einnig mjög góðar bara með sunnudagskaffinu með smjöri, osti og kakómalti, allavega kjósa börnin mín að borða þær á þann hátt.
Blandið hveiti, salti og osti saman í skál
Hellið volga vatninu ásamt þurrgerinu saman við
Myndið jafnstórar bollur úr deiginu og raðið þeim á bökunarpappír.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.