Það leikur enginn vafi á því að það er erfitt að hætta að reykja, en hér er áminning um það hvers vegna reykingar hafa svo neikvæð áhrif á mann og segja þér hvað þú ert að gera þér með því að reykja.
Margir lifa í afneitun og eru ekki til í að horfa á staðreyndir, vegna þess að þau vilja ekki sjá sannleikann um skaðsemi reykinga á heilsu og útlit.
Sjá einnig: Hvað eldir þig jafn mikið og reykingar?
Sjá einnig: Reykingar – góð ráð til að hætta
Flýtir fyrir öldrun
Reykingar þrengja æðarnar og gera það að verkum að við erum ekki að fá jafn mikið af súrefni og öðrum efnum sem líkami okkar þarfnast. Það er staðreynd að sígaretta inniheldur þúsundir eiturefna, sem skemma teygjanleika húðarinnar. Reykingjar valda því hrukkum og það er ekki eitthvað sem fólk óskar sér að fá. Því seinna sem þú hættir, því verri geta hrukkurnar orðið.
Skemmir tennur
Bros er eitthvað sem við öll tökum eftir hjá fólki. Það er einnig mikilvægur tjáningarmáti að brosa og það er einmitt þess vegna sem það er mjög mikilvægt að þú hugsir vel um tannheilsuna. Tjaran og nikótínið úr sígarettunum geta gert tennur þínar gular með tímanum.
Ein af bestu leiðunum við að minnka reykingarnar er að skipta yfir í rafsígarettu. Með því að nota rafsígarettu ert þú ekki lengur að setja tjöru í líkama þinn, sem veldur einnig gulum tönnum.
Þynnir hár
Reykingar þynna hár þitt. Sérfræðingar hafa komist að því að í sumum tilfellum skemma reykingar DNA í hársekkjununum, þaðan sem hárið vex. Það þýðir að hár verður þynnra og líflausara og getur valdið því að hár gráni fyrr. Vandamálið endar ekki þar, en reykingar geta valdið því að karlmenn fá skalla mun fyrr, en ef þeir reyktu ekki.
Ekki viltu hafa skemmdar og ljótar tennur eða þunnt og líflaust hár? Það er ekki svalt.
Sjá einnig: Drykkja og reykingar skaða ekki sæði karlmanna – Mönnum ber ekki saman um þessi mál
Mjög slæmar fyrir húðina
Ef þú ert reykingamanneskja eru miklar líkur á því að húð þín muni verða hrukkóttari með hverju árinu. Margir finna mikinn mun á húð sinni eftir að þau hætta að reykja. Húð verður hreinni og baugar verða minna áberandi ef þú hættir að reykja.
Sár gróa ekki eins vel
Þegar við reykjum fáum við ekki eins mikið súrefni í líkamann, ásamt því að vera að setja heljarinnar mikið af eiturefnum í líkama okkar. Æðarnar verða mun minni, sem þýðir að það er erfiðara fyrir súrefni að komast um æðarnar og það er einmitt ástæðan fyrir því að sár gróa hægar hjá reykingafólki
Heimildir: Lifehack.org
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.