Britney Spears segist njóta lífsins betur eftir að hún komst á fertugsaldurinn eftir „hræðilegan“ áratug milli tvítugs og þrítugs.
Britney er nú 34 ára. „Mér líður betur á fertugsaldrinum en á þrítugsaldrinum, það voru hræðileg ár. Það var gaman að vera táningur og nú er aftur gaman. Nú veit ég alveg hver ég er,“ sagði hún í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni ITV.
Sjá einnig: Britney Spears drukknaði næstum því á Hawaii
Spears sagði skilið við unnusta sinn, Jason Trawick, árið 2013 og kveðst njóta þess vel að vera einhleyp. „Já, það er í góðu lagi að vera einhleyp, algjörlega. Ég er á góðum stað núna, ég er að kynnast því betur hver ég er á hverjum degi.“