Finndu hamingjuna með Happify

Auðvitað er til smáforrit sem leiðbeinir okkur í átt að hamingjuríkara lífi

Að láta óþarfa áhyggjur, depurð og leiða ná tökum á sér er hálfgerð sóun á lífinu. Vissulega eru ýmsir sjúkdómar sem valda slíku ástandi og hér er ekki verið að gera lítið úr þeim. En í daglegu amstri eigum við það til að taka lífið of alvarlega og tapa gleðinni. Þá er gott að hafa í huga að góð hreyfing getur bætt skapið til muna. Það þarf ekki nema stutta gönguferð til, eða smá dansæfingu í stofunni heima.

Ef þú veist ekki hvernig best er að bæta skapið með hreyfingu eða breyttri hegðun þá geturðu sótt smáforritið Happify í snjalltækið þitt. Forritið á að hjálpa fólki að finna leiðina í átt að hamingjusamara lífi. Hljómar frekar ótrúlega en forritið bendir þér á ýmis konar leiki og afþreyingu sem eiga að hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu. Og það sem meira er, það er þróað af fagfólki með niðurstöður margvíslegra rannsókna að leiðarljósi.

Næst þegar þú finnur fyrir leiða eða áhyggjurnar eru að taka yfir líf þitt, prófaðu að sækja Happify, gerðu nokkrar æfingar og sjáðu hvort þér líður ekki betur. Forritið er ókeypis fyrir bæði iPhone og Android tæki.

 

SHARE