Segir Noel hafa komið mjög illa fram við sig

Það muna eflaust margir eftir hljómsveitinn Oasis sem voru með þá Liam og Noel Gallagher í fararbroddi. Þeir voru svakalega vinsælir á níunda áratugnum en þeir bræður talast varla við í dag. Liam var í viðtali hjá Metro nýverið, vegna heimildarmyndarinnar Supersonic, sem er um farsæld Oasis og þar fór hann ekki fögrum orðum um bróður sinn.

 

Sjá einnig: Stjörnur með öðruvísi áhugamál

Aðspurður um hvort hann sakni gamla tímans sagði Liam: „Sum atriði voru tilfinningaþrungin og þarna eru myndbrot þar sem við bræðurnir vorum að fíflast sem ég hló að.“ Liam sagði líka að hann saknaði þess að vera með bróður sínum og hann væri til í að sættast við hann, mömmu þeirra vegna. „Ég elska hann en á sama tíma kom hann mjög illa fram við mig.“

 

SHARE