Alzheimer er ein algengasta tegun heilabilunar sem hefur áhrif á daglegt líf, veldur minnisleysi og hefur vitrænar breytingar. Það eru þrjú stig sjúkdómsins: væg, meðal og alvarleg.
Það er ekki enn vitað hvað veldur Alzheimer en það er þó vitað að það eru nokkrir þættir sem geta aukið líkurnar á að fá Alzheimer. Þar á meðal eru þættir eins og erfðir, hár aldur, höfuðhögg og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er engin lækning fundin ennþá.
Það eru nokkur atriði sem koma fram snemma sem fólk ætti að vera vakandi fyrir.
- Minnistap sem hefur áhrif á daglegt líf
- Erfiðleikar með að skipuleggja sig og leysa vandamál
- Erfiðleikar með að klára dagleg störf á heimilinu
- Rugl, ráðaleysi og týnist á kunnuglegum stöðum
- Erfiðleikar með hreyfingar og að sjá um sig
- Breytingar á sjón
- Ofskynjanir (sjá eða heyra hluti sem eru ekki raunverulegir) og ranghugmyndir (trúa hlutum sem eru óraunverulegir)
- Erfiðleikar með tal og málfar
- Félagsleg einangrun og skortur á hvatningu
- Skert efnaskipti eins og skjaldkirtilsvandamál
Heimildir: MedicalDaily
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.