Langar þig að fá glansandi og fallega húð? Við höfum tekið eftir því að glóandi húð er afar eftirsóknarverð um þessar mundir, en þar sem slík húð fæst oft ekki fyrirhafnarlaust, eru hér góð ráð til þess að glóandi húð.
Sjá einnig: Þrír skrúbbar fyrir 3 húðtegundir
Sjá einnig: Hvað er til ráða við appelsínuhúð
1. Gefðu húð þinni raka
Það er mjög mikilvægt fyrir þig að næra húð þína vel ef þig langar í heilbrigðari húð. Það er mikilvæg vegna þess að það minnkar þurrk, minnkar hrukkur og bætir húðlit þinn. Oft er mælst með því að þú setjir á þig rakakrem eftir sturtuna og þá sérstaklega á veturnar og ætti að vera gert á hverjum degi.
2. Skrúbbaðu húð þína
Þegar þú ert að skrúbba húð þína ert þú að fjarlægja dauðar húðfrumur af húð þinni. Meðalmaðurinn missir um það bil 40.000 húðfrumur á mínútu og þess vegna er mælst með því að þú skrúbbir húð þína að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku. Það er mikilvægt vegna þess að það hjálpar nýju og heilbrigðu húðfrumunum og lætur húð þína líta betur út.
3. Þvoðu húð þína oft
Það er mikilvægt að halda húðinni hreinni ef þú vilt bæta útlit hennar. Það er mælst með því að þú þrífir húð þína með húðhreinsi og vatni, en reynir að forðast húðvörur með miklum aukaefnum.
4. Æfingar, mataræði og vatnsdrykkja
Hollt og næringarríkt mataræði ásamt nægri vatnsdrykkju aðstoðar húð þína við að líta vel út. Omega 3 fitusýrur og andoxunarefni eru þekkt fyrir að bæta útlit húðarinnar. Egg, valhnetur, fiskur og grænmeti hjálpa húðinni einnig mikið. Vatnsdrykkja stuðlar að því að húðin haldi raka sínum og mælt er með því að þú drekkir að minnsta kosti 8 glös af vatni og regluleg hreyfing sér til þess að húð þín fái nægt súrefni.
5. Forðastu vissa umhverfisþætti
Of mikil sól er hræðilega slæm fyrir húðina þína, eins og flest okkar vita. Verndaðu húð þína fyrir útfjólubláum geislum með því að nota sólarvörn þegar þú ert úti. Þú ættir einnig að forðast að húð þín komist í snertingu við óhreinindi, eiturefni, mengun og sígarettureyk.
6. Heimameðferðir fyrir húðina
Þetta felur í sér allskyns aðferðir sem ömmur okkar hafa notað. Til dæmis er gott að nota bómul, bleyttan upp úr mjólk til þess að fá raka í húðina. Taktu tómatssneið og nuddaðu henni í andlit þitt til að fá ljóma og til að lýsa dökka bletti. Blandaðu saman sykri og ólífuolíu til að fá frábæran húðskrúbb.
7. Svefn
Svefn hefur einna mest áhrif á húðina. Góður svefn kemur í veg fyrir hrukkur, bauga og bólgin augu. Það er vitanlega mælst til þess að þú fáir að minnsta kosti 7-8 klukkustunda svefn á hverri nóttu.
8. Farðu til húðsjúkdómalæknis
Ef þú átt við húðvandamál að stríða er mælt með því að þú farir til húðsjúkdómalæknis. Læknir getur fundið fyrir þig lausnir, svo húð þín líti vel út.
9. Veldu þér réttan farða fyrir þína húð
Þú skalt forðast meik sem eiga ekki vel við húðtegund þína og algengt er að sumir farðar henta ekki viðkvæmri húð.
Mikilvægt er að hafa í huga að meik hefur ekki aðeins rétt litarstig, heldur verður þú að ganga í skugga um að undirtónn litarins eigi við þitt litarhaft. Einnig er gott að reyna að fá sér farða sem er fyrir viðkvæma húð.
Heimildir: womendailymagazine.com
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.