Stjörnumerkin og ástleysið

Það er erfitt oft á tíðum að finna hina einu sönnu ást og hér er talið upp hvað það er, sem vefst fyrir fólki þegar kemur að ástarmálunum.

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn á erfitt með að láta ástina endast. Hann er fljótur að verða heltekinn af fólki og er líka fljótur að yfirgefa það. Hann veit alveg hvaða kosti ástin hans á að hafa en velur yfirleitt alltaf elskhuga sem brjóta í honum hjartað.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er með það nákvæmlega á hreinu hvernig ástarsambönd eiga að vera, en þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og planið var, þá stingur nautið af. Nautið þarf að gefa ástarsamböndum sínum svolítið lausan tauminn.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn vill að allir sjái hvað hann er framtakssamur og villtur. Þegar hann á svo að tjá sínar innstu tilfinningar er sagan önnur. Tvíburinn þarf að vera óhræddur við að opna sig og tjá tilfinningar sínar.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn er mjög næmur og ástríkur en á það til að falla fyrir fólki sem er algjörlega ekki þeirra týpa. Þetta gerir það að verkum að sambandsslitin eru einstaklega erfið því Tvíburinn er ekki góður í að takast á við höfnun.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið finnur fyrir öryggi með því að stjórna. Ef Ljónið upplifir það í sambandi að það hafi ekki stjórn, verður það óöruggt. Ljónið þarf að sætta sig við að geta ekki stjórnað öllu í samböndum. 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan leitar alltaf að fullkomnun, í samböndum og í lífinu yfir höfuð. Hún á það til að gleyma því að enginn er fullkominn. Meyjan verður að minnka væntingar sínar og kröfur og hætta að afskrifa fólk þó því verði á í messunni. 

Vogin

23. september – 22. október

Vogin er sjálfstæð og elskar að vera frjáls og gera það sem hún vill. Það verður til þess að fólk finnur ekki fyrir því að Vogin hafi áhuga á þeim. Vogin þarf að minna maka sinn á að hún vill vera sjálfstæð og ævintýraþráin þýði ekki að hún hafi ekki þörf fyrir maka í lífi sínu, bara að hún þurfi sitt svigrúm.

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn á það til að vera of ágengur á byrjunarstigum sambanda og vera of yfirþyrmandi við þann sem hann er að hitta. Sporðdrekinn verður að hafa smá hemil á sér en leyfa sér að vera ástríðufullur.

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Bogmaðurinn getur verið óaðlaðandi af því hann flakkar fram og til baka í ástarsamböndum. Stundum vill hann eltast við maka sinn, en næst vill hann láta eltast við sig. Þetta getur verið ruglandi.

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Fólk fær alltof sjaldan að sjá léttu og fjörugu hlið Steingeitarinnar, því hún á erfitt með að leggja niður varnirnar í kringum fólk. Steingeitin þarf að vera opnari fyrir að tengjast fólki og muna að fólk bíður ekki að eilífu.  

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Vatnsberinn finnur öryggi með því að tengjast fólki ekki tilfinningalegum böndum. Það er sorglegt því hann missir því af mörgum frábærum upplifunum. Vatnsberinn vill læra að tengjast fólki, opna sig og hann mun kynnast nýjum heimi.

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Fiskurinn veit hvað hann vill hafa í „ástinni í lífi sínu“. Hann er það staðráðinn í að finna þessa „einu sönnu ást“ að hann endar oft á því að sætta sig við allt öðruvísi manneskju en hann vildi í upphafi.

Heimildir: Higherperspectives.com 

SHARE