Æði á samfélagsmiðlum koma upp jafn hratt og þau fara. Þau eru misgáfuleg, oft stórhættuleg og geta endað illa. Þetta nýja æði hefur ekkert sérstakt nafn en það felur í sér að þú stendur fyrir framan spegil, kastar símanum þínum upp í loftið, tekur sjálfsmynd og klappar saman höndunum þínum fyrir ofan höfuð.
Sjá einnig: Nýtt æði: Nærbuxnaáskorun
Auðvitað verða myndirnar hreyfðar fyrir vikið og líkurnar á því að þú náir ekki að grípa símann þinn áður en hann dettur í gólfið og brotnar eru afar miklar.
Eins og við segjum – Æðin eru misgáfuleg og oftar en ekki spretta þau af öðru en skynsemi.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.