Stjörnumerkin og kvíðinn

Þunglyndi og kvíði er orðin eitthvað sem fólk er orðið minna feimið við að tala um. Það er margt sem getur valdið kvíða og jafnvel ofsakvíðaköstum. Hér er það sem talið er að valdi stjörnumerkjunum kvíða.

1. Hrúturinn

Hrúturinn er mjög harður við sjálfan sig og trúir því að heimurinn myndi stoppa ef hans nyti ekki við. Hann tekur sér sjaldan frí, setur sér háleit markmið og vinnur alltof hart að því að ná þeim markmiðum. Hrúturinn verður mjög vonsvikinn þegar hlutirnir fara ekki eins og hann vill og daglegt stress verður mjög yfirþyrmandi.

Hrúturinn er mjög viðkvæmur og á það til að finna fyrir kvíða, þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum. Ef þú ert í Hrútsmerkinu ráðlegg ég þér að gefa þér tíma til að slaka á og læra að njóta lífsins. Lífið er stutt.

 

2. Nautið

Nautið hefur of miklar áhyggjur af áliti annarra og hvað fólk segir um það. Það gerir hvað það getur til að þóknast öðrum og það veldur kvíða. Kæra naut, hættu að hugsa að þú sért ekki nógu góð/ur þó þú haldir ekki öllum glöðum. Einbeittu þér að þér sjálfri/sjálfum og þínum þörfum. Þú ert ekki ábyrg/ur fyrir gleði annarra.

 

3. Tvíburarnir

Tvíburinn á það til að gera úlfalda úr mýflugu og það býr til kvíða hjá honum. Tvíburi góður, þú ert mjög tilfinningaríkur og átt erfitt með að hemja reiðina þegar kemur að því að reyna að leysa vandamál. Þú þarft að læra að biðja um og þiggja hjálp. Það mun minnka kvíðann í þínu lífi.

 

4. Krabbinn

Krabinn er kvíðinn af náttúrunnar hendi. Hann er smámunasamur og með fullkomnunaráráttu sem á erfitt með að takast á við og þekkja mistök, sérstaklega sín eigin. Krabbinn þolir ekki gagnrýni og tekur henni alltof persónulega. Elsku Krabbi þú hefur of miklar áhyggjur af áliti annarra og þarft ekki að skara fram úr í öllu sem þú gerir.

 

5. Ljónið

Þó að Ljóninu sé slétt sama um hvað aðrir segja og gera þá stressar það sig á öllu sem hefur farið úrskeiðis í lífinu. Ljónið missir móðinn ef eitthvað fer úrskeiðis og sveiflast í skapi eftir því. Mistök eru partur af lífinu mitt kæra Ljón. Við getum ekki vaxið og þróast nema við gerum mistök.

 

6. Meyjan

Meyjan á það til að ofhugsa alla skapaða hluti. Hún hefur tilhneigingu til að hafa áhyggjur af ástarlífi sínu, meira en eðlilegt getur talist. Elsku Meyja ekki hræða sjálfa/n þig og búast alltaf við hinu versta. Þetta fer alltaf vel að lokum.

 

7. Vogin

Vogin á erfitt með að skilja að lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Stundum er allt í lagi að gefa eftir og sætta sig við aðstæðurnar eins og þær eru. Þú ert bara manneskja og getur ekki breytt öllu. Hafðu það í huga kæra Vog næst þegar þú ert í aðstæðum sem þér þykja ósanngjarnar.

 

8. Sporðdrekinn

Sporðdrekar eru svolítið eigingjarnir og hugsa um fátt annað en sína eigin velferð. Það er samt eitt sem getur látið Sporðdrekann verða kvíðinn en það er skortur á athygli og ást. Hann þráir þessa tvo hluti og þegar fólkið í kringum hann er ekki að veita honum næga athygli, fer hann að hafa áhyggjur. Lausnin er sú að þú, minn elskulegi Sporðdreki, verður að átta þig á að það þurfa ekki allir að elska þig og líka vel við þig.

 

9. Bogmaðurinn

Bogmaðurinn hatar reglur, fordæmingar, gagnrýni og væntingar annarra. Hann á erfitt með að standa við tímamörk sem veldur honum miklum kvíða. Honum finnst yfirþyrmandi þegar aðrir segja honum hvað hann á að lifa sínu lífi en reynir af öllum mætti að gleðja samfélagið. Ráð til þín kæri Bogmaður er að einbeita þér að þinni eigin hamingju og virtu að vettugi fólk og hluti sem draga sífellt úr þér.

 

10. Steingeitin

Eins og Hrúturinn er Steingeitin alltof hörð við sjálfa sig. Hún gerir miklar væntingar til sjálfrar sín og setur sér erfið markmið og dettur svo í þunglyndi ef hún nær ekki settu marki. Steingeitin verður kvíðin yfir minnstu hlutum í verkefnum og verður reið þegar samstarfsfélagarnir taka ekki verkið alvarlega. Elsku Steingeit, slakaðu á! Það er ekkert alveg fullkomið.

 

11. Vatnsberinn

Að vinna mörg verk í einu er rót kvíða hjá Vatnsberanum. Hann reynir að koma mörgum hlutum í verk á sama tíma og þegar það mistekst verður hann þunglyndur og kvíðinn. Minn kæri Vatnsberi, taktu þig saman í andlitinu og byrjaðu upp á nýtt.

 

12. Fiskurinn

Fjölmenni er eitthvað sem gerir Fiskinn kvíðinn. Hann vill ekki vera mikið í fjölmenni og er ekki hrifinn af því að tala opinberlega þrátt fyrir að vera mjög góður í að halda ræður. Feimni fiskur, þú getur ekki forðast fólk svo þú þarft að æfa þig í að vera félagslyndari og notaðu einveruna til að hlaða batteríin.

 

Heimildir: Womanitely.com

 

SHARE