Fjölskylda nokkur flutti af heimili sínu í Detroit og skildi eftir sig fullt af drasli, gamla dýnu, púða og brotin húsgögn. Þau skildu hundinn sinn líka eftir, Boo.
Nágrannar fylgdust með tryggum hundinum bíða eftir fjölskyldunni sinni í mánuð fyrir utan sitt fyrrum heimili. Einn daginn ákváðu þau að hringja í Hundahjálpina og maður að nafni Mike Diesel mætti á svæðið: „Hann lá bara þarna, tryggur og trúr sinni fjölskyldu,“ sagði Mike í samtali við The Dodo.
Eftir smá tíma og mat frá McDonald´s var Boo tilbúinn að fá ól og að fara í bílinn hjá Mike. „Hann var farinn að treysta mér og vissi að ég ætlaði ekki að meiða hann. Það kom í ljós að Boo er svakalega vinalegur hundur og núna bíður hann eftir að eignast framtíðarheimili.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.