Kettir eru alræmd náttdýr. Vaka á nóttunni og vafra um í leit að músum eða til að rekast á aðra ketti á vafri sínu. Það er einmitt þess vegna sem þeir eru oft afar þreyttir yfir daginn og sækjast í að taka sér blundi hér og þar allan daginn.
Sjá einnig: Kisan fær til sín hvolp – Sjáðu hvað gerist!
Það sem kisur hafa fram yfir hunda er að þeir eru afar liprir og geta komið sér fyrir á stöðum þar sem öðrum heimilisdýrum myndi aldrei detta í hug að leggja sig á.
Þessum kisum þótti alveg tilvalið að að leggja sig á hinum ótrúlegustu stöðum og sýna að þær þurfa ekki sérstakt ból til að fá sinn blund.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.