Sírópslengjur sem bráðna í munninum

Þessar æðislegu Sírópslengjur eru frá Albert Eldar. Æðislegar með kaffinu!

Sírópslengjur

400 g hveiti
200 g sykur
200 g smjörlíki
1 egg
1 tsk. natron (matarsódi)
1 tsk. kanill
1 msk. síróp
1/2 tsk salt

Blandið öllu saman og hnoðið í hrærivél, rúllið í lengjur, setjið á plötu og þrýstið ofan á. Bakað við 200°C.

Skorið lengjurnar í bita á meðan þær eru heitar.

Albert eldar á Facebook

SHARE