Stjörnumerkin: Hvað gerir þig aðlaðandi?

Það hafa allir eitthvað við sig sem einhverjum kann að finnast aðlaðandi, en hvað er það sem einkennir þitt stjörnumerki.

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Sem náttúrulegur leiðtogi heimsins, leggur Hrúturinn línurnar en fer ekki eftir þeim. Þó Hrúturinn sé hvatvís að upplagi, en eldmóður hans og bjartsýni, kostir sem dregur fólk að úr öllum áttum.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er einn besti vinur sem hægt er að eiga og það dregur fólk að með heillandi framkomu. Nautið á það til að vera mjög þrjóskt en fólk kann að meta hversu jarðbundið það er og tignarlegt.

 

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn hefur alltaf nóg að gera sem getur gert það erfitt fyrir fólk að gera áform með honum. Það er samt það sem gerir Tvíburann aðlaðandi. Hann hefur svo mikla orku og er alltaf á ferðinni og fólk kann að meta það. Ef þú ert í slagtogi með Tvíbura, mun þér aldrei leiðast.

 

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Þó að Krabbinn sé stundum pínulítið viðkvæmur og sjálfmiðaður, dregur hann fólk að sér með sínu ástríka viðmóti.

Krabbinn er tryggur og áreiðanlegur og ef hann elskar þig þá muntu finna það mjög vel því hann baðar þig í ást og gjöfum.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ljón eru oft talin hégómafyllst af öllum stjörnumerkjunum. Það hefur mikinn metnað og mikið sjálfstraust sem getur verið ógnandi.

Það vilja samt allir eiga Ljónið að vin. Það er traust og gjafmilt við þá sem eru í þeirra innsta hring. Fólk dregst að Ljóninu vegna metnaðar þess og ástríðu fyrir lífinu.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan er stjörnumerkið hugsar allt til enda og skipuleggur meira að segja hvernig hún vill að heimurinn sjái sin. Hún hefur hvert einasta smáatriði skipulagt fyrirfram, frá fatavali til samtala sem hún á von á að eiga.

Meyjan er mjög raunsæ líka og hefur engan áhuga á vera einhver önnur en hún er, sem er eitthvað sem laðar margt fólk að henni.

 

 

 

Vogin

23. september – 22. október

Vogin getur verið örlítið hégómafull eins og Ljónið en er samt tignarleg í flestu sem hún gerir. Hún er næstum því alltaf hlutlaus og á ekki erfitt með að eignast vini því hún er yfirleitt sú sem stillir til friðar í hópnum.

Vogin elskar að sameina fólk á friðsamlegum forsendum.

 

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Oft er talað um Sporðdrekann sem andstæðuna við Vogina. Hann er meira inn á við en fólk laðast að honum af því að hann er svo traustur og ástríðufullur.

Sporðdrekinn er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann elskar í þessum heimi og sá áhugi er líka fyrir því fólki sem honum þykir vænt um.

 

 

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Bogmaðurinn virðist oft vera ófélagslyndur og áhugalaus og getur það farið illa í sumt fólk.

Hinsvegar, ef þú gefur þér tíma til að kynnast Bogmanninum muntu komast að því hversu spennandi og ævintýrgjarn hann er í raun og veru.

 

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Steingeitin er með mjög gott sjálfstraust og margir misskilja það og telja hana vera hrokafulla og sjálfmiðaða. Það er hinsvegar þetta sjálfstraust sem dregur fólk að Steingeitinni.

Þegar Steingeitin hefur áhuga á einhverju, verður hún mjög traust og trú og finnur til mikillar samkenndar.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Yfirleitt er Vatnsberinn talinn mesti uppreisnarseggurinn af öllum stjörnumerkjunum. Hann er alltaf að leita að nýjum, spennandi hlutum. Það er einmitt það sem heillar fólk við hann.

Vatnsberinn er alltaf til í að kynnast nýju fólki.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Þó Fiskurinn sé tilfinningarík og viðkvæm hugsjónamanneskja, er hann ótrúlega trúr þeim sem honum þykir vænt um. Það er það sem laðar fólk að honum.

Fiskurinn er alltaf til í að trúa á það góða í manninum.

 

Heimildir: Higherperspectives.com 

SHARE