Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Þessi gómsæta snilld er frá Albert Eldar. Alltaf svo skemmtilegar uppskriftir hjá honum.

 

Súkkulaði- og hnetugóðgæti. Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur…)

En hvað um það, hluti af uppskriftinni fór í muffinsform og restinni var hellt á bökunarpappír, kælt og svo brotið niður í bita.

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

70 g palmín

70 g smjör

2 msk kókosolía

150 g gott súkkulaði

3 bollar hnetur og fræ t.d. valhnetur, pecan, salthnetur, kasjú, graskersfræ og möndlur

2 msk kókosmjöl

3 msk rúsínur

2 msk hunang

1 msk agave

1 tsk kanill

½ tsk allrahanda

½ tsk engiferduft

½  tsk kardimommuduft

½ tsk múskat

Bræðið smjör, palmín, kókosolíu og súkkulaði á pönnu, við vægan hita. Bætið út í hráefnunum og blandið vel saman. Setjið í lítil muffinsform og kælið

ath. ef ekki eru notaðar salthnetur er sett 1/3 tsk salt í uppskriftina

Albert eldar á Facebook

SHARE