Það eru hlutir í lífinu sem við myndum aldrei gera. Við höfum okkar gildi, trú og persónueinkenni sem ákvarða hvað við sættum okkur við og hvað við sættum okkur ekki við.
Hrúturinn
21. mars – 19. apríl
Hrúturinn er eldmerki og það gerir hann að náttúrulegum leiðtoga. Hann er því ekki hrifinn af því að biðja aðra um leyfi og gerir það sem hann vill.
Þörf Hrútsins til að stjórna er mikil og hann reynir það í flestum aðstæðum.
Nautið
20. apríl – 20. maí
Nautið er hinsvegar þannig að það sættir sig ekki við fólk sem framkvæmir fyrst og spyr um leyfi eftir á.
Ef þú hefur ekki beðið Hrútinn um að deila einhverju með þér, þá er hann ekki að fara að gera það að eigin frumkvæði.
Tvíburinn
21. maí – 20. júní
Tvíburinn er of upptekinn af restinni af heiminum til að vera að spá í gagnrýni og niðurdrepandi upmræðu.
Tvíburinn tekur lífið aldrei of alvarlega.
Krabbinn
21. júní – 22. júlí
Krabbinn er gjörsamlega skuldbundinn þeim sem hann elskar.
Krabbinn myndi aldrei snúa baki við sínum nánustu ef þeir þyrftu á honum að halda.
Ljónið
23. júlí – 22. ágúst
Ljónið lætur ekkert stoppa sig í lífinu. Ef eitthvað vantar upp á þá finnur ljónið leið til að láta hlutina ganga upp samt sem áður.
Meyjan
23. ágúst – 22. september
Meyjan gleymir aldrei uppruna sínum og njóta litlu hlutanna í lífinu. Það þarf ekki mikið til að gleðja Meyjuna. Það getur verið blómailmur eða góður matur.
Vogin
23. september – 22. október
Vogin sættir sig aldrei við að hafa neikvætt fólk í kringum sig of lengi. Hún verður að hafa jafnvægi í lífi sínu til að blómstra og allt sem truflar þetta jafnvægi verður að víkja.
Sporðdrekinn
23. október – 21. nóvember
Afsakanir eru eitthvað sem Sporðdrekinn notar aldrei. Hann getur verið undirförull og lúmskur á stundum, en hann segir vinum sínum og fjölskyldu alltaf sannleikann.
Bogmaðurinn
22. nóvember – 21. desember
Bogmaðurinn vill ekki láta þagga niður í sér þegar hann hefur eitthvað að segja. Hann mun segna það sem honum býr í hjarta, jafnvel þó það komi öðrum í uppnám.
Steingeitin
22. desember – 19. janúar
Steingeitin gefst aldrei upp og bakka aldrei frá áskorun. Hún stendur af sér storminn, allt til enda.
Vatnsberinn
20. janúar – 18. febrúar
Vatnsberinn vill alltaf skara framúr. Hann elskar að gera hluti sem hann er góður í og lætur ekkert stoppa sig í því sem hann vill.
Fiskurinn
19. febrúar – 20. mars
Fiskurinn lætur slæma hluti aldrei taka yfir í lífi sínu. Fiskurinn lítur á öll mistök og leiðinlegar aðstæður sem tækifæri til að vaxa.
Heimildir: Higherperspectives.com