Hér er gómsæt baka frá Ljúfmeti og lekkerheit. Hún er einföld, fljótleg og tilvalin við hvaða tækifæri sem er.
Botn
3 dl hveiti
100 gr smjör
2 msk vatn
Fylling
3 kjúklingabringur
1 laukur, hakkaður
nokkrir niðurskornir sveppir
1 rauð paprika, skorin smátt
150 gr. rjómaostur
1/2 dós chunky salsa
3 dl rifinn ostur
Sjá einnig: Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum
Hitið ofninn í 225°. Blandið hráefninu í botninn saman þannig að það myndi deigklump, fletjið hann út og fyllið út í bökumót (ég nota oft bara venjulegt kökuform). Forbakið í ca 10 mínútur.
Bræðið smjör á pönnu og mýkið laukinn, sveppina og paprikuna við miðlungsháan hita. Á meðan passar vel að skera kjúklingabringurnar í lekkera bita. Þegar grænmetið er tilbúið er það tekið af pönnunni og kjúklingabitarnir steiktir upp úr smjöri. Bætið grænmetinu aftur á pönnuna ásamt rjómaostinum og salsasósunni og leyfið að malla saman um stund.
Setjið fyllinguna í forbakaðan botninn og stráið rifnum osti yfir. Bakið þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.
Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma og guacamole.
Ljúfmeti og lekkerheit á Facebook
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.