Hér er ofureinföld og ægilega góð uppskrift af fiskrétt frá Ljúfmeti og lekkerheit.
Sjá einnig:Saltfiskur með mangó chutney – Einfaldur og góður
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp (uppskrift frá Familjekassen)
um 600 g þorskur (eða ýsa)
1 dl raspur
100 g rifinn ostur
1 hvítlauksrif
2 msk fínhökkuð steinselja
salt og pipar
smjör
Sjá einnig: Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði
Hitið ofninn í 150°. Leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Saltið og piprið. Blandið raspi, rifnum osti, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi saman og setjið yfir fiskinn. Setjið smjör yfir, annað hvort brætt smjör sem er dreift yfir eða skerið sneiðar (t.d. með ostaskera) og leggið víðs vegar yfir rasphjúpinn. Bakið í um 10 mínútur, hækkið þá hitann í 200° og bakið áfram í 5 mínútur til að rasphjúpurinn fái fallegan lit.
Ljúfmeti og lekkerheit á Facebook
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.