Kanye West var lagður inn á spítala með valdi í gær og ekki var nákvæmlega vitað hvað það var, sem varð til þess að farið var í slíkar aðgerðir.
Margir hafa eflaust séð myndband af því þegar hann yfirgaf tónleika sem hann var að hefja, eftir að tala illa Jay-Z, Beyoncé og fleiri.
Hann hélt 17 mínútna einræðu á tónleikunum áður en hann fór af sviðinu.
Kanye sagði meðal annars að Jay-Z og DJ Khaled hefðu ráðið leigumorðingja til að drepa hann og bað rappara um að stoppa hann.
Núna er Kanye talinn vera í sjálfsvígshættu og Kim fór til hans um leið og þetta gerðist, þó fjölskylda hans hafi ekki komið til hans.
„Hann var alveg brjálaður og með ranghugmyndir. Hann er með ofskynjanir og er með ofsóknaræði,“ sagði heimildarmaður RadarOnline.