Stjörnumerkin og kynþokkinn

Það er oft talað um að ákveðin stjörnumerki laðist hvert að öðru og þú eigir að velja þér maka í ákveðnu merki en forðast önnur merki.
Hvað er það samt sem er mest „sexý“ við hvert merki?

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl
 
Ástríðufullur
Máttur ástríðu Hrútsins er magnaður. Hann á það til að vera mjög sjálfstæður og hvatvís og fer hratt í gegnum lífið. Hrúturinn flakkar ævintýranna á milli.
Ekki láta þér bregða þó þú fallir harkalega fyrir Hrútnum, það er auðvelt að fá hann á heilann. Ef þú heldur í við hann verður hann ánægður að hafa þig með í ævintýrunum.

Nautið

20. apríl – 20. maí
 
Velgengni
Margt fólk er alltaf að leita að manneskjunni sem lætur hlutina gerast. Þetta fólk er að leita að Nauti.
Nautið er með þrautseigju og leiðtogahæfileika sem eru nauðsynlegir til að sigrast á mörgu. Það elskar að vera gestgjafi og að dekra við þá sem eru því kærir.  Það vill eyða peningum sínum í að dekra við aðra.
 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní
 
Viska
Þeir sem elska góða sögu með mikilli speki, munu elska Tvíburann. Hann er vel máli farinn og nýtir það sér til góðs en getur einnig sært marga með því líka.
Tvíburinn er oftast nær víðsýnn. Hann segir sögur með mikilli kostgæfni og grípur alla með í „ferð“ þegar hann er með orðið.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí
 
Óútreiknanlegur
Krabbinn getur verið ansi óútreiknanlegur og þú veist aldrei upp á hverju hann tekur næst. Ef þig langar að lifa fjölbreyttu og viðburðaríku lífi þá ættir þú að reyna að eignast maka í Krabbamerkinu.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst
 
Þokki
Ljónið er sjarmerandi og heillar fólk upp úr skónum með skjalli sínu. Það getur náð þér upp í rúm áður en hann þarf einu sinni að bjóða þér drykk.
Ljónið er hlýtt og orkumikið en getur verið smá sjálfhverft á stundum og pínu athyglissjúkt. Ekki hika við að veita því athygli, því Ljónið endist ekki lengi með þeim sem dást ekki að honum.

Meyjan

23. ágúst – 22. september
 
Vitsmunavera
Ef þú vilt vera með einhverjum sem er jafn klár og þú, þá ættirðu að byrja á því að leita þér að Meyju. Hún nýtur mikillar velgengni og það á líka við, í svefnherberginu.
Meyjan er ekki hrædd við áskoranir, eins og að leysa vandamál. Það þýðir samt að henni finnst ekki leiðinlegt að rífast, til þess að geta sæst.
 

Vogin

23. september – 22. október
 
Næm á tilfinningar
Ef þig langar að vera með manneskju sem hefur áhuga á því að skilja þig á djúpan og innilegan hátt, þá er Vogin þitt merki.
Vogin er rosalega næm og meðvituð um hvernig öðrum líður. Hún er góður hlustandi en þarf ekkert endilega að stjórna samtalinu.
 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember
 
Dularfullur
Hefurðu verið í sambandi með Sporðdreka? Þeir eru þær manneskjur sem munu hrista upp í lífi þínu og þú munt ranka við þér, úti í vegkanti og skilja EKKERT hvernig þú endaðir þar.
Ef þú ert týpan sem elskar allar hæðir og lægðir í samböndum þá Sporðdrekinn þín týpa. Ef þú hefur einu sinni kynnst myrku hliðum Sporðdrekans, ertu búin að uppgötva hversu æðislegar þær eru.

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember
 
Góðmennska
Ef þú ert að leita að manneskju með hjarta úr gulli, ertu að leita að Bogmanni. Hann er náttúrulega fæddur elskhugi sem opnar sig fyrir öðrum með kærleika og hlýju. Hann vill gefa hlýju og elska margt fólk svo þú verður að vera tilbúin/n að deila ástinni með öðrum.
Ekki svíkja Bogmanninn því hann metur heiðarleika ofar öllu. Ef þú svíkur hann, mun hann ekki eiga í vandræðum með að loka alveg á þig.

Steingeitin

22. desember – 19. janúar
 
Róleg og yfirveguð
Stundum er þögnin eitt kynþokkafyllsta persónueinkenni sem manneskja getur haft og Steingeitin er þekkt fyrir þögnina sína og ró.
Steingeitin er staðföst í skoðunum sínum og gildum og vill engar málamiðlanir. Það er erfitt að láta Steingeitina opna sig og hennar þögla eðli hjálpar ekki til.  Steingeitin hefur ástríðu fyrir því að eltast við eitthvað sem hún elskar.
 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar
 
Óhefðbundinn
Vatnsberinn er mjög aðlaðandi á mjög óhefðbundinn hátt. Það er ekki endilega þokki hans og vitsmunir sem gera hann aðlaðandi, heldur frekar skorturinn á þessum eiginleikum.
Vatnsberinn er mest aðlaðandi þegar hann er á heimavelli og er hann sjálfur. Hann sér lífið á annan hátt en aðrir, á hátt sem þú hefur aldrei upplifað áður.
 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars
 
Sveigjanlegur
Fiskurinn er þekktur fyrir að vera allt sem önnur mannekja þarf, þegar hún þarf það. Hann er mikil tilfinningavera sem getur látið hann virka barnalegan. Sál fisksins er samt gömul og vís.
Fiskurinn vill ekki láta mikið á sér bera en lætur samt aldrei neinn ganga yfir sig. Þegar honum er ógnað, þarftu að passa þig því hann getur orðið hættulegur.

Heimildir: Higherperspectives.com 

SHARE