Á síðustu misserum hefur verið mikið talað um lélega tannheilsu barna á Íslandi sem er töluvert verri en á hinum Norðurlöndunum. Í þessa umræðu blandast ábirgð foreldra í sambandi við tannhirðu og fæði barna og tekjur foreldra til að geta staðið straum af nauðsynlegri tannlæknaþjónustu. En hvað um önnur algeng heilsumein eins og eyrnabólgur barna. Getur verið að við eigum heimsmet í þörf á ísetningu röra í hljóðhimnur barna vegna áskapaðs vandamáls sem tenigst ofnotkun sýklalyfja og tíðum skyndilausnum en upp undir helmingur barna fá hljóðhimnurör á sumum stöðum á landinu. Í mörg ár hefur verið vitað að sýklalyfjanotkunin á Íslandi er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum og að um 20% notkunarinnar er meðal barna yngri en 7 ára. Meirihluti notkunarinnar er einmitt vegna miðeyrnabólgu. Á síðustu þremur árum sem sölutölur ná yfir (2003-2006) hefur sýklalyfjanotkunin aukist hér á landi um 18% að meðaltali á hvern einstakling á sama tíma og verulega hefur dregið úr sýklalyfjanotkuninni í flestum öðrum löndum enda hefur Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt til þess að nota ekki sýklalyf á vægar sýkingar sem hvort sem er læknast af sjálfu sér vegna hratt vaxandi sýklalyfjaónæmis í heiminum. Hvað skýrir þennan mun á heilbrigði barna á Íslandi og barna í öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við hvað þessi atriði varða?
Íslenskt gæðaþróunarverkefni á sýklalyfjanotkun barna
Í íslenskri rannsókn innan heilsugæslunnar sem var unnin í samvinnu við Sýklalfræðideild LSH og náði til tæplega 3000 barna í þremur áföngum á fjórum stöðum á landinu yfir 10 ára tímabil, 1993-2003, voru kannaðar ástæður fyrir sýklalyfjagjöf hjá börnum og skilningur foreldra á skynsamlegri notkun sýklalyfja. Rannsóknin var gerð m.a. til að kanna hvaða úrlausna er leitað m.a. við algengasta heilsuvanda barna sem eru eyrnabólgurnar og til að meta langtímaafleiðingar sem hægt var að mæla með einhverju móti t.d. í þróun sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda og hættunni á endurteknum sýkingum og þörf á hljóðhimnurörum síðar. Gert var grein fyrir niðurstöðunum í doktorsritgerð undirritaðs http://www.laeknadeild.hi.is/page/rit sem var til ítarlegrar umfjöllunar erlendis í haust á vegum bandarísku Háls –nef og eyrnalæknasamtakanna Otolaryngology- Head and neck surgery http://visir.is/assets/pdf/XZ30994.PDF . Þar var vakin athygli á hvað aðrar þjóðir geti lært af slæmri reynslu Íslendinga í þessum efnum.
Þrefaldur munur í notkun sýklalyfja eftir búsetu
Í ljós kom þrefaldur munur milli rannsóknasvæða á notkun sýklalyfja sem úrlausn við eyrnabólgum. Sýklalyfjanotkunin minnkaði þannig um 2/3 á Egilstöðum þar sem skilningur foreldra á skynsamlegri notkun sýklalyfja var mestur og þrýstingur á sýklalyfjameðferð var minnstur en bein fylgni var þarna á milli tengt búestu. Hófleg íhaldsemi lækna á sýklalyfjaávísun, möguleg verkjalyfjameðferð og eftirfylgni til að endurmeta þörf á sýklalyfjagjöf síðar ef ástand versnar svo og fræðsla skipti þannig miklu máli ef árangur átti að nást í að draga úr óþarfa notkun sýklalyfja.
Þrjátíu prósent barna með sýklalyfjaónæmar bakteríur strax eftir hvern sýklalyfjakúr
Um þriðjungur barna báru sýklalyfjaónæma stofna í nefi strax eftir hvern sýklyfjakúr í öllum áföngum rannsóknarinnar en þessar bakteríur geta síðan smitast auðveldlega milli barna t.d. í leikskólunum. Vaxandi sýklalyfjaónæmi í þjóðfélaginu hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og nokkur börn leggjast orðið inn á sjúkrahús í hverjum mánuði hér á landi þar sem venjuleg sýklalyf duga ekki lengur til að ráða niðurlögum alvarlegri sýkinga.
Aukin hætta á endurteknum eyrnabólgum
Athygli vekur mikill fjöldi barna sem þurfa að fara í aðgerð í svæfingu og fá rör í hljóðhimnur. Fjörtíu og fjögur prósent barna fengu þannig rör í Vestmmannaeyjum þar sem sýklalyfjanotkunin var mest og mest var notað af sterkum sýklalyfjunum en aðeins 17% barna fengu til samanburðar hljóðhimnurör á Egilsstöðum þar sem sýklalyfjanotkunin var minnst og minnkaði mest í lok rannsóknartímabilsins. Vísbendingar eru þannig um að tíðar sýklalyfjameðferðir, jafnvel við vægum eyrnabólgum geti aukið hættu á endurteknum sýkingum og þörf á hljóðhimnurörum síðar, sennilega vegna breytinga sem verða á eðlilegri sýklaflóru í nefkoki barnanna.
Foreldrar, læknar og skyndilausnir
Foreldrar óttast oft að þurfa að vera lengi heima frá vinnu vegna eyrnabólgu barna sinna. Því er stundum mikill þrýstingur á lækna að fá l&aeli g;kningu sem fyrst með sýklalyfjum en sú meðferð er í mörgum tilfellum óþörf þar sem um 80% af vægum miðeyrnabólgum læknast jafnvel án sýklalyfja og ótímabær sýklalyfjameðferð getur jafnvel kostað endurtekna sýkingu síðar og eykur á þróun sýklalyfjaónæmis. Þrefaldur munur eftir búsetu á úrlausnum sem teljast oft skyndilausnir getur þannig haft mikil áhrif á eyrnaheilsu barnanna og sýklalyfjaónæmi til lengri tíma litið.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.