Geymir naflastrenginn inni í skáp

Chrissy Teigen (31) sagði frá því í Cosmopolitan Australia að hún geymdi naflastrenginn eftir að hún átti dóttur sína þann 14. apríl síðastliðinn, sem hún á með eiginmanni sínum John Legend (37). Hún segir hann hafa tilfinningalegt gildi fyrir sig af því þessi strengur hafi tengt hana og barnið hennar þegar það var í móðurkviði.

Sjá einnig: Chrissy Tiegen klæddist vandræðalegum kjól

Hún deildi því miður ekki með lesendum hvernig hún geymdi naflastrenginn, en það væri áhugavert að vita.  Chrissy og John áttu í erfiðleikum með að eignast barn og þurftu að gangast undir frjósemismeðferðir, svo það getur verið að það sé hluti af ástæðunni fyrir því að strengurinn sé Chrissy svona dýrmætur.

Fæðinginn olli því að Chrissy rifnaði illa en hún hafði ekki hugsað út í það áður en hún varð mamma: „Maður hugsar ekkert um að maður sé að rifna. Maður fær barnið í fangið og fattar ekki einu sinni að það sé verið að saum þarna niðri,“ sagði Chrissy. Hún deildi því líka að læknarnir hefðu lagað þetta allt svo eiginmaðurinn yrði ánægður: „Það er til svokallað „pabbaspor“ en þeir sauma eitt aukaspor fyrir pabba,“ sagði Chrissy. Hún deildi því líka að pabbasporið hefði svo sannarlega virkað því hún og John hafi byrjað að stunda sitt frábæra kynlíf aftur, aðeins sex vikum eftir að dóttirin kom í heiminn.

 

 

 

SHARE